Ísland

Ísland er eyríki í Norður-Atlantshafi á milli Grænlands, Færeyja og Noregs. Ísland er um 103.000 km² að stærð; það er önnur stærsta eyja í Evrópu á eftir Bretlandi og sú átjánda stærsta í heimi. Á Íslandi búa um það bil 320.000 manns. Höfuðborg landsins er Reykjavík.

Ísland er staðsett á heitum reit á Atlantshafshryggnum. Það er 102.800 ferkílómetrar að stærð. Þar eru mörg virk eldfjöll og ber þar helst að nefna Heklu (1491m) og Eyjafjallajökul (1502 m). Um það bil 10% eyjarinnar er undir jöklum. Á Íslandi eru hverir víða, og gnótt jarðhita færir íbúunum heitt vatn, sem meðal annars er notað til húshitunar.
Ísland er önnur stærsta eyja Evrópu, á eftir Bretlandi. Eyjan er vogskorin, og flestir bæir standa við firði, víkur og voga. Helstu þéttbýlisstaðir eru höfuðborgin Reykjavík, Keflavík, þar sem einn af alþjóðlegum flugvöllum landsins er, og Akureyri.
Ísland liggur á tveimur jarðskorpuflekum, Norður-Ameríkuflekanum og Evrasíuflekanum. Landið telst sögulega til Evrópu.

Heimild: Sjá hér

Nýjustu staðirnir

Gluggafoss
Staðsetning: Suðurland
Gluggafoss er foss staðsettur í Fljótshlí&...... Meira
Norðfjarðarkirkja
Staðsetning: Austurland
Kirkjan er byggð upp úr Skorrastaðakirkju sem ...... Meira