Hnit: 65.265692°N, -14.400905°V
Sorry english version does not exist, here is the icelandic.

Egilsstaðakirkja var vígð 16. júní 1974, teiknuð af Hilmari Ólafssyni. Bygging hennar hófst 1968. Guðsþjónustur voru haldnar í barnaskólanum, frá því hann var byggður, eða frá hausti 1957 og frá sama tíma er einnig Kór Egilsstaðakirkju.
Egilsstaðkirkja tekur hátt á þriðja hundrað manns í sæti þó aðeins hafi þrengt um frá upphafi því kór var stækkaður til að koma fyrir flygli (ofnarnir auk þess fyrirferðarmeiri en upphaflegu rafmagnsþilofnarnir). Hljómburður þykir einkar góður í kirkjunni. Eiginlegt safnaðarheimili vantar en því er ætlaður staður við norðurvegg kirkjuskips. Orgel kirkjunnar er ítalskt 19 radda (Mascioni).
Kirkjuvörður við Egilsstaðkirkju er Friðrik Kjartansson s. 867-0745 eða 471-3264

Messur (oftast með altarisgöngu) eru jafnan hálfsmánaðarlega, kl 11 á sumrin, en kl. 14 á veturna.
Barnastarfið (sunnudagskólinn) er flesta sunnudaga yfir veturinn kl. 11:00.
Einfaldar bænastundir, kyrrðarstundir eru í kirkjunni á mánudögum kl. 18:00.
Eins og annað starf í kirkjunni er ekki bundið við fólk úr sókninni.

Kór Egilsstaðakirkju leiðir söng við kirkjulegar athafnir og heldur einnig tónleika. Stjórnandi kórsins er Torvald Gjerde, formaður hans er Sigurborg Gísladóttir s. 471-1213. Æfingar eru kl. 20 á fimmtudagskvöldum.
Barnakór kirkjunnar kemur fram við ýmis tækifæri í kirkjustarfinu. Til aðstoðar Torvald organista í starfi barnakórsins er Sigríður Laufey Sigurjónsdóttir.

Heimild: Sjá hér
Mynd: Anton Stefánsson


Staðsetning: Austurland
Ár: 1974
Skoðuð: 2178 sinnum
Heimild: Hér

Vegalengd frá Reykjavík: ? km
Tengdir staðir


Nýjustu staðirnir

Norðfjarðarkirkja
Staðsetning: Austurland
Kirkjan er byggð upp úr Skorrastaðakirkju sem ...... Meira
Elliðaárdalur
Staðsetning: Suðvesturland
Elliðaárdalurinn er eitt stærsta græna sv&ae...... Meira