Kotstrandarkirkja er kirkja að Kotströnd í Ölfusi. Hún var byggð 1909 og vígð þann 14. nóvember eftir að ákveðið var að leggja niður kirkjurnar að Reykjum og Arnarbæli. Kotstrandarkirkja hefur verið útkirkja frá Hveragerði frá 1940 en þangað til sat presturinn að Arnarbæli og þjónaði Hjalla-, Selvogs- og Kotstrandarkirkju. Hvergerðingar sóttu kirkju að Kotströnd þar til þeirra kirkja var fullbúin.
Kirkjugarðurinn að Kotströnd markast af hlöðnum steinvegg á tvo vegu. Hann þjónar einnig Hveragerðiskirkju.
Heimild: Sjá hérMynd: Anton Stefánsson
Kotstrandarkirkja er í kyrrlátri sveit.
Eigandi: Anton Stefánsson - Síða
Eigandi: A.More.S - Flickr
Eigandi: Anton Stefánsson
Kirkjan er hluti af menningararfi svæðisins.
Staðir nálægt mér
© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com