Höfði er hús í Borgartúni í Reykjavík byggt 1909, Franski konsúllinn Jean-Paul Brillouin átti upprunalega aðsetur þar.Íslandsfundurinn á milli Ronalds Reagan og Mikhaíls Gorbatsjev átti sér stað þar 1986. Fáni Bandaríkjanna og fáni Sovétríkjanna hanga þar til minnis um fundinn.Í ágúst 1991 komu utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna til fundar í Höfða, en þá var sjálfstæðisbarátta ríkjanna á loka stigi. Hittust þeir í Höfða ásamt Jóni Baldvin Hannibalssyni, þáverandi utanríkisráðherra og Davíð Oddssyni, þáverandi forsætisráðherra. Á þessum fundi í Höfða viðurkenndu Íslendingar sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna fyrstir allra þjóða.
Mynd: Anton Stefánsson
Höfði er áhugaverður staður á Íslandi sem vert er að heimsækja.
Eigandi: Anton Stefánsson - Síða
Höfði er hluti af fjölbreyttri náttúru, menningu og afþreyingu Íslands.
Staðir nálægt mér
© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com