Maríuhellar eru hraunrásarhellar í Svínahrauni, rétt norðaustan við vegamót Flóttavegar og Heiðmerkurvegar, á mörkum Urriðakots og Vífilsstaða. Hraunið er runnið úr Búrfelli ofan Hafnarfjarðar.
Hellarnir eru þrír talsins: Vífilsstaðahellir, Urriðakotshellir og Draugahellir. Sumir telja einnig fjórða hellinn til hópsins, sem er skammt frá og hefur á seinni árum verið nefndur Jósepshellir.
Tveir fyrstnefndu hellarnir, Vífilsstaðahellir og Urriðakotshellir, voru fyrr á tíð notaðir sem fjárhellar og eru því stundum kallaðir Fjárhellar. Nyrðri hellirinn var nýttur frá Vífilsstöðum en hinn frá Urriðakoti.
Í landamerkjalýsingu Urriðakots frá árinu 1890 er talað um „Fjárhellra mót Vífilsstöðum sem fyrrum hétu Maríuhellrar“. Talið er að nafnið Maríuhellar sé dregið af því að hellarnir hafi áður verið í eigu Viðeyjarklausturs, en klaustrið og kirkjan þar voru helguð Maríu, guðsmóður.
Mynd: Anton Stefánsson
Maríuhellar er áhugaverður staður á Íslandi sem vert er að heimsækja.
Eigandi: Anton Stefánsson - Síða
Maríuhellar er hluti af fjölbreyttri náttúru, menningu og afþreyingu Íslands.
Staðir nálægt mér
© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com