Kirkjan er frá 1902, sem er útkirkja frá Djúpavogi.
Papeyjarkirkja er timburhús, 5,27 m að lengd og 3,39 m á breidd. Þakið er krossreist og klætt bárujárni en veggir klæddir lóðrétti plægðri tjargaðri borðaklæðningu. Kirkjan stendur á steinhlöðnum sökkli og er stöguð niður á hornum með keðjum. Á hvorri hlið kirkju eru tveir póstagluggar með tveimur þriggja rúðu römmum og fjögurra rúðu gluggi er á framstafni yfir kirkjudyrum. Fyrir kirkjudyrum er spjaldsett hurð og bjór yfir.
Inn af dyrum eru framkirkja og kór eitt; veggbekkur norðan megin er óslitinn stafna á milli en sunnan megin er veggbekkur rofinn af prédikunarstól framan við innri glugga. Altari er við kórgafl, nærri norðurvegg. Veggir eru klæddir spjaldaþili og loft á bitum er yfir allri kirkjunni stafna á milli.
Heimild: Sjá hér
Papeyjarkirkja er á afskekktri eyju.
Eigandi: Nína Jónsdóttir
Eigandi: www.Djupivogur.is
Kirkjan er hluti af sögu eyjarinnar.
Staðir nálægt mér
© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com