Snorralaug í Reykholti er ein þekktasta og sögufrægasta heita laug Íslands. Hún var ein af fyrstu tíu fornminjum landsins sem friðlýstar voru og telst meðal elstu varðveittu baðlauga þjóðarinnar.
Vitað er um þrettán laugar sem notaðar voru til baða á Íslandi til forna og er Snorralaug ein af fjórum sem enn eru nothæfar. Laugin er um fjórir metrar í þvermál og þar sem botn hennar er ójafn er dýptin breytileg, allt frá um 70 sentímetrum upp í einn metra.
Þrep liggja niður í laugina og eru þau hlaðin úr tilhöggnu hveragrjóti. Við fornleifarannsóknir hefur komið í ljós að tvær rennur veittu heitu vatni í laugina úr hverinum Skriflu, sem nú er eyðilagður.
Á barmi aðrennslisins má sjá fangamarkið V.Th. 1858 höggvið í stein. Það er fangamark sr. Vernharðs Þorkelssonar, sem lét gera við laugina á því ári.
Snorralaug er staðsett í Reykholti.
Eigandi: Regína Fanný Guðmundsdóttir
Laugin er mikilvægur hluti íslenskrar menningarsögu.
Staðir nálægt mér
© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com