Búri

Ósk
Séð

Suðvesturland

Sjá á korti

5639 skoðað

Búri er á Reykjanesskaga og er í leitahrauni. Frekar erfitt að komast í hann og erfiður yfirferðar.

Hellirinn fannst árið 2005 og er talið að þetta sé einn flottasti hellir landsins. Keyra þarf í um 40 mín úr Reykjavík og siðan eftir það tekur klukkutíma að labba að honum.

Grein af mbl.is

HELLIRINN Búri í Leitahrauni fannst árið 1992 og var þá talinn um 40 metra langur. Í maí árið 2005 tókst að opna ný göng og kom þá í ljós að hellirinn er 980 metrar að lengd.
HELLIRINN Búri í Leitahrauni fannst árið 1992 og var þá talinn um 40 metra langur. Í maí árið 2005 tókst að opna ný göng og kom þá í ljós að hellirinn er 980 metrar að lengd. Þetta kemur fram í tveggja binda bók Björns Hróarssonar, jarð- og hellafræðings, sem kom út í vikunni.

Þar segir að 13. júní 1992 hafi Guðmundur Brynjar Þorsteinsson, reyndur hellamaður, fundið og heimsótt niðurfallið sem Búri, eins og hann nefndi hellinn, gengur út frá. Upp úr niðurfallinu gengur um 40 m langur og mjög hruninn hellir en til suðurs varnaði stórgrýti allri för. Rúmum tveimur árum síðar fór hann aftur og hóf þá að forfæra grjótið, en náði ekki að ljúka verkinu.

Árin liðu og ekkert var aðhafst þar til hellafiðringurinn gerði vart við sig hjá Birni í maí 2005. Eftir að hafa ráðfært sig við Guðmund Brynjar fór hann með fylgdarliði í leit að niðurfallinu. Þegar þeir fundu gjótu Guðmundar Brynjars stakk Björn sér ofan í "og við blasti mikill salur og í honum tignarlegar ísmyndanir".
Sjá hér

LAU
23-10-2021
8°C - 5 m/sek
SA 5
SUN
24-10-2021
8°C - 5 m/sek
ANA 5
MÁN
25-10-2021
5°C - 8 m/sek
ANA 8
ÞRI
26-10-2021
5°C - 14 m/sek
ANA 14
MIÐ
27-10-2021
6°C - 7 m/sek
ANA 7
FIM
28-10-2021
6°C - 6 m/sek
NA 6
FÖS
29-10-2021
5°C - 6 m/sek
NNA 6
Gögn eru sótt frá Vedur.is, veður stöðin heitir: Selvogur


Staðir nálægt mér

© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com

Vefsíðan notast við kökur