Lögurinn

Ósk
Séð

Austurland

Sjá á korti

636 skoðað

Lagarfljót er jökulá sem fellur um Fljótsdalshérað. Það er um 140 km langt frá upptökum Jökulsár í Fljótsdal til ósa Lagarfljóts í Héraðsflóa. Í Lagarfljóti er Lögurinn, 35 km langt stöðuvatn og er Lagarfljótsormurinn talinn eiga heima í því. Dýpi Lagarins er allt að 112 metrar, og þar með annar lægsti punktur Íslands.

Við Lagarfljót standa Egilsstaðir og Fellabær.

Vegna Kárahnjúkavirkjunnar er búist við því að litur fljótsins muni breytast mjög í kjölfar færslu vatnsmagns Jökulsár á Brú yfir til Fljótsdals.

Í vatni eins og Lagarfljóti geta plöntuleifar sem hafa safnast saman og rotnað á vatnsbotninum myndað mýrargas og gosið upp í dökkum, bogamynduðum strók. Það er svipað fyrirbrigði og hrævareldar yfir mýrum. Það, ásamt því að í vatninu eru klapparhryggir sem vatn brýtur á kann að útskýra sögur um Lagarfljótsorminn. Lagarfljót er þriðja stærsta vatn landsins, aðeins Þingvallavatn og Þórisvatn eru stærra. 

Heimild: Sjá hér

MÁN
27-09-2021
6°C - 3 m/sek
S 3
ÞRI
28-09-2021
6°C - 10 m/sek
SSV 10
MIÐ
29-09-2021
8°C - 5 m/sek
SSV 5
FIM
30-09-2021
5°C - 4 m/sek
NNA 4
FÖS
01-10-2021
9°C - 6 m/sek
N 6
LAU
02-10-2021
9°C - 6 m/sek
NNV 6
SUN
03-10-2021
7°C - 1 m/sek
NNV 1
Gögn eru sótt frá Vedur.is, veður stöðin heitir: Egilsstaðaflugvöllur


Staðir nálægt mér

© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com

Vefsíðan notast við kökur