Úlfarsfell liggur fyrir sunnan Mosfellsbæ og er 296 m hátt. Það er mjög áberandi með þverhníptum hömrum að vestan og fallegu skógræktarsvæði þar sem heitir Hamrahlíðarskógur. Fjallið er á landamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar og er hægt að velja um margar gönguleiðir. Á Úlfarsfell má til dæmis ganga frá Skógræktarsvæðinu í Hamrahlíð, frá Skarhólamýri og frá Hafravatnsvegi hjá Skyggni. Gestabók er á Úlfarsfelli.
Heimild: Sjá hérMynd: Anton Stefánsson
Eigandi: Sunna Wium - Flickr
Eigandi: Anton Stefánsson
Staðir nálægt mér
© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com