Eystrahorn er fjall (756 m) fremst á Hvalnesi austan við Lón í Austur-Skaftafellssýslu. Á milli Eystrahorns og Vestrahorns er löng sandfjara og innan þess tveir firðir eða lón, Papafjörður og Lónsfjörður. Eystrahorn er snarbratt fjall, að mestu úr gabbró og granófýr. Ýmsir málmar svo sem gull, silfur og kvikasilfur hafa fundist í fjallinu.
Fyrrum hét fjallið Hvalneshorn og þá hét Vestrahorn Eystrahorn. Þá var Horn á Hornströndum kallað Vestrahorn.
Heimild: Sjá hér