Hólar í Hjaltadal eru einn merkasti sögu- og menningarstaður landsins og er fjölsóttur ferðamannastaður. Sagan, helgi staðarins og náttúrufegurð leiða menn til Hóla. Í Hólaskógi eru afspyrnu falleg rjóður sem veita góð skjól fyrir tjöld og vagna. Ótal gönguleiðir eru um svæðið, auk þess sem góð þjónusta er á svæðinu t.d veitingastaður og sundlaug.
Aðstaðan: Á tjaldstæðinu er salernisaðstaða með köldu og heitu vatni. Ekkert rafmagn er á tjaldstæðinu en það er einmitt ein af ástæðunum sem gerir þetta svæði eins sjarmerandi og raun ber vitni.
Við opnum föstudaginn 18. maí og lokum mánudaginn 17. september.
Verð (2012)
Heimild: Sjá hérMynd: Tjoldumiskagafirdi.is
Tjaldstæði Hóla í Hjaltadal er áhugaverður staður á Íslandi sem vert er að heimsækja.
Eigandi: Tjoldumiskagafirdi.is
Tjaldstæði Hóla í Hjaltadal er hluti af fjölbreyttri náttúru, menningu og afþreyingu Íslands.
Staðir nálægt mér
© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com