Tjaldsvæðið í Fossatúni býður upp á 8 aðskilin hólf, sem umlukin eru skjólbeltum. Hólfin eru nefnd eftir íslenskum hljómsveitum. Fimm hólfanna eru grashólf en þrjú eru með malarundirlagi og grasi þar ofan á. Fjögur hólfanna eru með stökum aðskildum stæðum, en hin fjögur hólfin eru opin svæði. Tjaldsvæðið er hluti bókunarkerfis Fossatúns og gestir geta pantað sér stæði í hólfi á netinu í gegnum bókunarfið á þessari heimsíðu.
Mikil afþreying og aðstaða er innifalin: Tröllagarður og gönguleiðir, leiksvæði: leikkastali og trambólín, sturtur og heitir pottar, mini-golf, uppvöskunaraðstaða með heitu og köldu vatni, salernisaðstaða og losun á salernisúrgangi.
Hundar eru leyfðir og eigendur þeirra ábyrgir fyrir að hafa þá í taumi og að þeir trufli ekki aðra gesti. Rafmagnstenglar eru í öllum hólfum annaðhvort tveggja eða þriggja pinna (sjá kort) Ætlast er til að gestir sýni tillitssemi og frá 24 til 09 er stranglega bannað að vera með hávaða eða valda ónæði. Aldurstakmark til að panta og vera í sér gistieiningu er 23 ár.
Verðskrá miðast við gistinótt á gistieiningu: hjólhýsi, húsbíl, fellihýsi, tjald. Miðað er við að í hverri einingu séu að hámarki 2 fullorðnir og 3 börn eldri en 6 ára eða 3 fullorðnir. Ef umfram 1000 kr. aukagjald.
Brimkló, Baraflokkurinn, Náttúra og Randver – Hólf með 6 aðskildum stökum tjaldsvæðum fyrir 1 gistieiningu hvert. Verðið fyrir hverja einingu kemur upp þegar smellt er á bókunarvélina. Verðið er breytilegt eftir árstíma, virkum dögum, helgum ofl. Verð fyrir aðskilið stæði er aðeins dýrara en verð fyrir stæði í opnu hólfi.
Spilverk, Sykurmolar, Trúbrot og Þokkabót – Hólf sem er opið svæði fyrir ákveðinn fjölda gistieininga. Verðið fyrir hverja einingu kemur upp þegar smellt er á bókunarvélina. Verðið er breytilegt eftir árstíma, virkum dögum, helgum ofl. Verð fyrir stæði í opnu hólf er ódýrara en verð í hólfi með aðskyldum stæðum.
Heimild: https://fossatun.is/is/tjaldsvaedi/