Keilir er móbergsfjall á Reykjanesskaga. Fjallið hefur myndast á ísöld við gos undir jökli án þess að gosið næði upp úr. Hæð Keilis er um 379 metrar yfir sjó. Keilir er keilulaga og sést víða að, þegar ekið er í suðurátt eftir Suðurgötu í Reykjavík er Keilir beint fyrir augum. Hann er auðþekktur vegna lögunar sinnar. Sjómenn hafa löngum haft Keili sem mið og er hann til dæmis notaður þegar siglt er inn Hamarssund á leið inn til Sandgerðis. Af Keili er mikil og falleg útsýn og er auðveld ganga á fjallið að norðaustanverðu.
Eigandi: Sveinn Ingi Lyðsson - Flickr
Eigandi: SFjalar - Flickr
Eigandi: Helga - Flickr
Eigandi: Anton Stefánsson
Staðir nálægt mér
© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com