Sundlaugin Laugaskarði

Ósk
Séð

Suðvesturland

Sjá á korti

1670 skoðað

Sundlaugin Laugaskarði er svokölluð gegnumrennslislaug, hituð upp með jarðgufu, sem tryggir eðlilegt sýrustig og hreinleika vatnsins. Laugin er í skjólsælli hvilft sem veit gegn suðri, norðan Varmár við veginn að Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi. Við laugina eru tveir heitir pottar, gufubað, líkamsræktaraðstaða og 1 m fiber stökkbretti.

Sundlaugin í Laugaskarði er 50 metra löng og 12 metra breið og var um langa hríð langstærsta sundlaug landsins. Hún er svokölluð gegnumrennslislaug, hituð upp með jarðgufu, sem tryggir eðlilegt sýrustig og hreinleika vatnsins. Laugin er í skjólsælli hvilft sem veit gegn suðri, norðan Varmár við veginn að Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi. Gæslumaður er ávallt á vakt við laugina og auk þess er sjónvarpskerfi til að fylgjast með og tryggja öryggi sundlaugargesta. Þar er heit, grunn setlaug, heitur pottur með rafmagnsnuddi og náttúrulegt gufubað.

Laugin var byggð í tveimur áföngum, sá fyrri var 25x12 metrar og var tekinn í notkun árið 1938, en síðari hlutinn árið 1945. Í henni æfði íslenska landsliðið í sundi allt til 1966 þegar Laugardalslaugin í Reykjavík kom til sögunnar.

Það var Ungmennafélag Ölfushrepps sem beitti sér mest fyrir því að laugin var gerð og lögðu félagsmenn fram ómælda sjálfboðavinnu. Þeim bættist góður liðsauki þegar Lárus Rist sundkappi fluttist til Hveragerðis árið 1936 og má segja að hann hafi tekið forystu við uppbyggingu laugarinnar og réði meðal annars staðarvali.

Hveragerðisbær annast allan rekstur og viðhald laugarinnar.


Opið:
Virka daga frá kl. 7:00 – 20:30
föstudaga frá kl. 7:00 – 17:30
Helgar frá kl. 10:00 – 17:30
Frítt er í sund fyrir alla íbúa yngri en 18 ára og öll börn úr dreifbýli Ölfuss sem eru í Grunnskólanum í Hveragerði.

Heimild: Sjá hér
Mynd: Sundlaugin LaugarskraðiStaðir nálægt mér

© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com

Vefsíðan notast við kökur