Hengifoss

Ósk
Séð

Austurland

Sjá á korti

1854 skoðað

Hengifoss er foss í norðanverðum Fljótsdal á móts við innri enda Lagarfljóts. Hengifoss er þriðji hæsti foss landsins. Fram að þessu hefur hann verið talinn 118 m hár en nýjar mælingar sýna að hann er töluvert hærri. Í fossbrúninni eru blágrýtislög en undir þeim sandsteinn. Í honum finnast steingerðir trjástofnar sem vitna um mun hlýrra loftslag enda sandsteinninn myndaður á tertíertíma. Nokkru neðan við Hengifoss er annar foss í ánni, Litlanesfoss. Hann er í óvenju fallegri stuðlabergsumgjörð. Auðvelt er að ganga upp að Hengifossi frá þjóðveginum.
Staðsetning: Um 15 mín. akstur frá Hallormsstað á vegi 931

Heimild: Sjá hér

LAU
19-06-2021
10°C - 1 m/sek
N 1
SUN
20-06-2021
9°C - 5 m/sek
NNV 5
MÁN
21-06-2021
12°C - 4 m/sek
SV 4
ÞRI
22-06-2021
15°C - 5 m/sek
V 5
MIÐ
23-06-2021
10°C - 6 m/sek
NV 6
FIM
24-06-2021
13°C - 5 m/sek
NNV 5
FÖS
25-06-2021
18°C - 4 m/sek
S 4
Gögn eru sótt frá Vedur.is, veður stöðin heitir: Hallormsstaður


Staðir nálægt mér

© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com

Vefsíðan notast við kökur