Vesturbæjarlaug er almenningssundlaug í vesturbæ Reykjavíkur. Hún var upprunalega byggð árið 1961, en gerðar hafa verið endurbætur 1976 og síðar meir. Barnalaugin er samteng aðallauginni sem er 25 m. á lengd. Þrír heitir pottar eru með mismunandi hitastig. Þar er einnig gufubað. Í Vesturbæjarlaug læra grunnskólabörn úr Melaskóla, Vesturbæjarskóla, Landakotsskóla og Grandaskóla sund.
Afgreiðslutími
- Mánudaga - fimmtudaga 06:30 - 22:00
- Föstudaga 06:30 - 20:00
- Laugardaga 09:00 - 17:00
- Sunnudaga 11:00 - 19:00