Tjaldsvæði Hafnarfjarðar

Ósk
Séð

Suðvesturland

Sjá á korti

1148 skoðað

Tjaldsvæðið í Hafnarfirði er staðsett í hjarta bæjarins á Víðistaðatúni. Hér er rólegt, huggulegt og fjölskylduvænt. Stutt í alla þjónustu í Hafnarfirði, göngufjarlægð frá miðbænum. Aðeins 10 mínútna akstur í miðbæ Reykjavíkur og 40 mínútna akstur í Leifsstöð.Tjaldsvæðið hefur fjórar stjörnur samkvæmt skilgreiningu Ferðamálastofu.

Á tjaldsvæðinu eru sturtur, salerni, þvottaaðstaða og rafmagn fyrir húsvagna. Einnig hafa tjaldsvæðagestir aðgang í Gistiheimili Hafnarfjarðar þar sem við bjóðum eldurnaraðstöðu og matsal án aukakostnaðar. Hægt er að kaupa sér aðgang í þvottavélar, þurrkara og á internetið. Einnig bókum við í ferðir og býðst "pick-up" frá gistiheimilinu.


Verðskrá:
Fullorðnir 1.100,- krónur nóttin.
Ellilífeyrisþegar 800,- krónur nóttin.
14 til 18 ára 600,- krónur nóttin.
Frítt fyrir 13 ára og yngri.
Opnunartími:
Frá 15. maí til 15. september.

Leiðarlýsing:
Þegar keyrt er inní bæinn frá Suðurnesjunum er auðveldast að keyra sem leið liggur að að gatnamótunum við Hjallahraun (Bónus og KFC) og þar beint áfram eftir Hjallahrauninu. Yfir gatnamótin og þá ertu kominn á Hjallabrautina, keyrir sem leið liggur í gegnum tvö hringtorg og þá má sjá okkur á vinstri hönd, í stóru gráu húsi með skemmu og Víðistaðatún í baksýn.
- Ef þið komið úr Reykjavík eftir Hafnarfjarðarveginum, þá haldið þið áfram eftir Reykjavíkurveginum, þar til komið er að gatnamótunum við Hjallabraut og þar er beygt til hægri. Síðan farið þið í gegnum þessi tvö hringtorg áður en þið sjáið okkur á vinstri hönd.
- Frá miðbæ Hafnarfjarðar er ekið eftir Vesturgötunni að hringtorginu við Sundhöllina og þar beygt upp Flókagötuna og ekið eftir henni þar til hún sameinast Hjallabraut og þar eru við á hægri hönd, stórt grátt hús með skemmu.

Tjaldsvæðið í Hafnarfirði 
Hjallabraut 51 (Víðistaðatún) 
220 Hafnarfirði 

Sími 565 0900 
Netfang info@hafnarfjordurguesthouse.is 
Vefur http://www.hafnarfjordurguesthouse.is

MÁN
27-09-2021
4°C - 10 m/sek
N 10
ÞRI
28-09-2021
4°C - 9 m/sek
N 9
MIÐ
29-09-2021
6°C - 11 m/sek
SSV 11
FIM
30-09-2021
7°C - 3 m/sek
NNA 3
FÖS
01-10-2021
6°C - 7 m/sek
NNA 7
LAU
02-10-2021
6°C - 8 m/sek
N 8
SUN
03-10-2021
5°C - 8 m/sek
NNV 8
Gögn eru sótt frá Vedur.is, veður stöðin heitir: Reykjavík


Staðir nálægt mér

© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com

Vefsíðan notast við kökur