Grímsey er eyja 40 km norður af Íslandi. Þar er lítið þorp sem byggir afkomu sína á sjávarútvegi og er nyrsta mannabyggð Íslands. Norðurheimskautsbaugurinn gengur í gegnum eyjuna norðanverða. Eyjan er 5.3 ferkílómetrar og maxalt er 105 metrar. Samgöngur við eyjuna byggjast á reglulegum ferjusiglingum frá Dalvík og flugi frá Akureyri. Í eynni hefur verið sjálfvirk veðurathugunarstöð frá 2005. 25. apríl 2009 fór fram kosning á Akureyri og í Grímsey um hvort sveitarfélögin tvö ættu að sameinast og var það samþykkt með meirihluta atkvæða á báðum stöðum.[1] Um 100 manns búa á eyjunni.
Heimild: Sjá hér