Hægt er að fara geysifagra útsýnisferð á Drangafjall (1.123 m hátt) en á það er gengið norður úr Sandskál sem er við vestanvert Hraunsvatn. Nokkuð bratt er uppúr skálinni, en fjallið er flat að ofan. Sé gengið norður eftir fjallinu, er fljótlega komið að mjóum og gjörsamlega ófærum klettahrygg, þar sem Hraundrangi ( 1,075m hátt )ríkir miðsvæðis. Hraundrangi er ekki viðfangsefni venjulegra göngumanna heldur vel búinna og þjálfaðra fjallgöngumanna. Hann var fyrst sigraður árið 1956 . Lengra norður verður ekki komist og þarna horfa menn niður á Hraundranga og njóta góðs útsýnis bæði austur yfir Öxnadal og vestur yfir Hörgárdal, vitt og breyttu um Tröllaskaga , gott er síðan að ganga sömu leið til baka.
Heimild: Sjá hér
Mynd: Jón Ingi