Camp Egilsstaðir er miðsvæðis í Egilsstaðabæ, undir klettunum við Kaupvang. Þaðan er spölkorn í helstu verslanir og þjónustu. Á tjaldsvæðinu er húsbílarafmagn, leiktæki fyrir börn, snyrtingar með aðgengi fyrir fatlaða, þvottavélar og sturtur. Tjaldsvæðið er opið allan sólarhringinn, allt árið. Á svæðinu eru útiborð og bekkir og aðstaða til að vaska upp. Egilsstaðastofa Visitor Center er í þjónustuhúsi á tjaldsvæðinu. Gistu hjá okkur á ferð þinni um Ísland.
Hafðu samband: Sími: 470-0750 Netfang: camping@egilsstadir.is