Kleifarvatn er stöðuvatn á Reykjanesskaga. Vatnið er 97 metra djúpt. Eftir jarðskjálfta árið 2000 byrjaði vatnið að minnka og hefur minnkað um 20% síðan þá.
Kleifarvatn er eitt af stærstu vötnum landsins, um 8 km2. að stærð og 136 m. yfir sjávarmáli. Mesta dýpi í vatninu er um 90 m. á móts við Syðri Stapa. Meðaldýpi í vatninu er um 29 m. Vatnið og landið umhverfis það er í eigu Hafnarfjarbæjar en Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar hefur veiðiréttinn. Kleifarvatn er frægt fyrir stórfiska og mælingar sýna mikið af fiski í vatninu, einnig hafa kafarar séð mikið af vænum fiski þar. Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar hefur hafið ræktunarátak í vatninu og sumarið 2006 var sleppt um 10.000 ársgömlum urriðaseiðum í vatnið. Sleppingum verður haldið áfram næstu ár auk þess sem slóðar í kringum vatnið hafa verið lagfærðir. Sjá heimild.