Deildartunguhver

Ósk
Séð

Vesturland

Sjá á korti

332 skoðað

Deildartunguhver er norðan Reykjadalsár, í Reykholtsdal, um 37 km frá Borgarnesi. Deildartunguhver er vatnsmesti hver Evrópu (og þ.a.l. Íslands líka), en hann er einnig líkt og Kleppjárnsreykjahver samheiti á nokkrum hverum sem í heildina ná yfir um 50 m svæði. Úr hverunum koma 180 l af u.þ.b. 100° heitu vatni á sekúndu og er mesta uppstreymið undan 5 m háum leirbakka sem nefndur er ýmist Hverahóll eða Laugarhóll. Hverinn er nálægt bænum Deildartungu og dregur nafn af honum. Hann er friðaður. Vatni úr hvernum er dælt til Borgarness og Akraness, þar sem það er notað til upphitunar húsa; og í Borgarnesi er vatninu veitt í eimbað Sundlaugarinnar í Borgarnesi úr Deildartunguhver.[1] Þá er hann einnig notaður til að hita upp gróðurhús til ylræktar í landi Deildartungu. Heimild: https://is.wikipedia.org/wiki/Deildartunguhver
LAU
23-10-2021
6°C - 2 m/sek
NA 2
SUN
24-10-2021
5°C - 4 m/sek
ANA 4
MÁN
25-10-2021
3°C - 8 m/sek
NA 8
ÞRI
26-10-2021
3°C - 9 m/sek
NA 9
MIÐ
27-10-2021
3°C - 4 m/sek
NA 4
FIM
28-10-2021
4°C - 6 m/sek
NA 6
FÖS
29-10-2021
2°C - 7 m/sek
NA 7
Gögn eru sótt frá Vedur.is, veður stöðin heitir: Stafholtsey


Staðir nálægt mér

© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com

Vefsíðan notast við kökur