Mývatn er stöðuvatn í Suður-Þingeyjarsýslu, skammt frá Kröflu. Mývatn er fjórða stærsta stöðuvatn Íslands, um 37 ferkílómetrar að stærð. Vatnið er fremur grunnt, eða fimm metrar þar sem dýpst er. Í vatninu eru um 40 litlar eyjar og þykja þær gefa vatninu ægifagurt yfirbragð. Innrennsli í vatnið er að mestu frá lindum sem eru víða við það austan- og sunnanvert. Úr Mývatni rennur Laxá.
Mývatn er einna þekktast fyrir fjölskrúðugt fuglalíf - t.d. eru fleiri andategundir þar en á nokkrum öðrum stað heimsins. Kísiliðjan vann kísilgúr úr vatninu af í tæpa fjóra áratugi, en vinnslu var hætt 28. nóvember 2004 og verksmiðjan rifin ári síðar.[1]
Sumir telja vatnið vera ofauðgað, þ.e. ofmettað af næringarefnum. Við Mývatn hefur verið starfrækt sjálfvirk veðurathugunarstöð síðan 1996.
Heimild: Sjá hér