Æðey

Ósk
Séð

Vestfirðir

Sjá á korti

612 skoðað

Æðey er stærsta eyja Ísafjarðardjúps, skammt undan Snæfjallaströnd. Hún dregur nafn sitt af góðu æðarvarpi sem þar er að finna. Eyjan er láglend, hæsti punktur í 34 metra hæð, en nokkuð hólótt. Eyjan er algróin og er þar mikið fuglalíf.

Í Æðey var eitt sinn kirkja og síðar bænhús. Hún tilheyrir í dag Unaðsdalssókn en tilheyrði áður Snæfjallasókn og var þjónað þaðan. Í eynni er góð lending og var þar viðkomustaður djúpbátsins. Þar hefur verið mönnuðveðurathugunarstöð síðan 1946. Aðrar eyjur í Ísafjarðardjúpi eru Vigur og Borgarey og er Borgarey minnst og innst.

Heimild: Sjá nánar

ÞRI
28-09-2021
3°C - 28 m/sek
N 28
MIÐ
29-09-2021
5°C - 11 m/sek
ASA 11
FIM
30-09-2021
4°C - 3 m/sek
N 3
FÖS
01-10-2021
3°C - 9 m/sek
N 9
LAU
02-10-2021
3°C - 7 m/sek
NNV 7
SUN
03-10-2021
3°C - 11 m/sek
N 11
MÁN
04-10-2021
2°C - 11 m/sek
N 11
Gögn eru sótt frá Vedur.is, veður stöðin heitir: Æðey


Staðir nálægt mér

© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com

Vefsíðan notast við kökur