Fjölbreytt og frábær afþreying er í boði á Geysissvæðinu. Endalausir möguleikar eru til að njóta ýmissar afþreyingar, náttúrunnar og útivistar.
Fyrsta sundlaugin á Geysi var gerð árið 1927. Á þeim tíma voru veggirnir gerðir úr náttúrulegri íslenskri mold.
Núverandi sundlaug er staðsett við hótelið en hún er náttúrulaug með heitu hveravatni, laugin er um það bil 35-40° c heit og 16,5 m löng. Upplagt er að skemmta sér með fjölskylda og vinum í lauginni en hveravatnið er frábært fyrir húðina og dúnmjúkt að synda í.
Við hliðina á lauginni eru svo heitir pottar þar sem gott er að slaka á eftir gönguferð um svæðið. Það jafnast ekkert á við að liggja í funheitum pottum eða náttúrulegri hveralaug, undir stjörnubjörtum himni og slaka á í náttúrunni.
Heimild: Sjá hér
Mynd: Hótel Geysir