Sundlaug Ólafsfjarðar var byggð í sjálfboðavinnu félaga í Íþróttafélaginu Sameiningu á árunum 1943 - 1945 og var síðan afhent Ólafsfjarðarbæ og hún vígð sunnudaginn 1. júlí 1945. Fyrst til að stinga sér í sundlaugina var Freydís Bernharðsdóttir þá 10 ára. Árið 2010 var svæðinu gjörbreitt og nú eru komnir 2 pottar, barnalaug, fosslaug.52,5 metra rennibraut og lítil barnarennibraut. Laugin sjálf er 8 x 25 metrar.
Opnunartími:
Mánudaga 06:30 - 10:00 og 15:00 - 19:45
Þriðjudaga 06:30 – 08:00 og 09:30 – 12:00 og 15:00 - 19:45
Miðvikudaga 06:30 – 10:00 og 11:00 – 19:45
Fimmtudaga 06:30 – 08:00 og 10:00 – 19:45
Föstudaga. 06:30 – 18:45
Laugardagur LOKAÐ
Sunnudagur 14:00 – 18:00
Heimild: Sjá hér