Þórshafnarkirkja

Ósk
Séð

Norðurland

Sjá á korti

894 skoðað

Langt er liðið frá því fyrst var farið að huga að byggingu nýrrar kirkju á Þórshöfn. Elzta skráða heimild þar um í fundargerðarbók Sauðanesssóknar er frá 1945 en þá ræddi þáverandi oddviti sóknarnefndar um nauðsyn kirkjubyggingar. Þó umræður hafi án efa haldið áfram er ekki getið um það í fundargerð fyrr en í desember 1962 en þá var kosin sjóðsstjórn kirkjubyggingarsjóðs og fjáröflunarnefnd.
Í febrúar 1987 samþykkti safnaðarfundur að hafinn verði undirbúningur að byggingu nýrrar kirkju á Þórshöfn og fól sóknarnefnd að útvega teikningar til að leggja fram.
Það var þó ekki fyrr en 17. september 1993 að fyrsta skóflustunga var tekin að þeirri kirkju sem nú er risin á Þórshöfn. Kirkjuskip rúmar um 160 manns í sæti. Á jarðhæð er safnaðarheimili og skrifstofa prests.
Uppsteypu kirkjunnar annaðist Jón Beck trésmiður Reyðarfirði og um raflagnir sá Snarvirki ehf Þórshöfn. Frágang innanhúss önnuðust Trésmiðjan Brú í Þistilfirði, Val sf trésmiðja á Húsavík, Norðurvík ehf Húsavík og Eiður Árnason múrarameistari á Húsavík lagði gólfflísar. Málun innanhúss var í höndum Norðurvíkur og nokkurra heimamanna.
Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, vígði Þórshafnarkirkju 22. ágúst 1999. 
Þórshafnarkirkja er fagurt hús og í því möguleikar til fjölbreytts safnaðarstarfs. Í kirkjunni er góður hljómburður og hafa nokkrir kórar haldið þar tónleika og látið vel af.
Lokið var við kirkjuna að utan sumarið 2002 og annaðist Eiður Árnason múrarameistari það verk. 
Heimild: Land og fólk, 2003, bls. 510-511

Heimild: Sjá hér

SUN
20-06-2021
6°C - 8 m/sek
VNV 8
MÁN
21-06-2021
11°C - 4 m/sek
SV 4
ÞRI
22-06-2021
7°C - 12 m/sek
VNV 12
MIÐ
23-06-2021
5°C - 8 m/sek
VNV 8
FIM
24-06-2021
10°C - 8 m/sek
VNV 8
FÖS
25-06-2021
15°C - 1 m/sek
NV 1
LAU
26-06-2021
15°C - 3 m/sek
VSV 3
Gögn eru sótt frá Vedur.is, veður stöðin heitir: Hálsar


Staðir nálægt mér

© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com

Vefsíðan notast við kökur