Búrfell

Ósk
Séð

Suðurland

Sjá á korti

2113 skoðað

Búrfell er 669 metra hár móbergstapi í Þjórsárdal. Fjallið hefur myndast undir jökli ísaldar og er annar útvörður Þjórsárdals. Þjórsár rennur austan með fjallinu og við suðurenda þess eru fossarnir Tröllkonuhlaup og Þjófafoss í ánni. Nú hefur Þjórsá verið virkjuð við Búrfell og er svokallað Bjarnalón norðaustan við fjallið. Fallorkan nýtist í Búrfellsvirkjun.

Búrfell er bratt á alla kanta, þó síst að norðan en þar liggur vegur upp á topp fjallsins. Þar er endurvarpsstöð fyrir farsíma. Við suðurenda fjallsins er öxl nokkur skógi vaxin og kallast þessi birkiskógurBúrfellsskógur. Gnúpverja hafa í gegnum aldirnar haft skógarítök í Búrfellsskógi. Kristinn Jónsson, frá Úlfsá í Eyjafirði, sem gekk villu vegar suður Sprengisand árið 1889 fannst í Búrfellsskógi af Skriðufellsbændum sem voru við skógarhögg.

Austan í Búrfellshásli er gil eða gróf sem kallast Stórkonugróf og hefur þar fundist leifar fornrar smiðju.

Heimild: Sjá hér
Mynd: Anton Stefánsson

LAU
18-09-2021
7°C - 8 m/sek
A 8
SUN
19-09-2021
7°C - 7 m/sek
VSV 7
MÁN
20-09-2021
6°C - 10 m/sek
V 10
ÞRI
21-09-2021
4°C - 4 m/sek
NA 4
MIÐ
22-09-2021
3°C - 1 m/sek
SSA 1
FIM
23-09-2021
3°C - 6 m/sek
N 6
FÖS
24-09-2021
5°C - 5 m/sek
N 5
Gögn eru sótt frá Vedur.is, veður stöðin heitir: Búrfell


Staðir nálægt mér

© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com

Vefsíðan notast við kökur