Reynisfjara, sem kennd er við bæinn, er á milli Dyrhólaeyjar og Reynisfjalls og þykir sérlega falleg og tilkomumikil en brimasöm og hættuleg. Þó var töluvert útræði þaðan á árum áður og á meðal þeirra sem þaðan reru voru séra Jón Steingrímsson, sem var bóndi á Hellnum í Mýrdal um tíma, og Sveinn Pálsson læknir og náttúrufræðingur. Legstaður Sveins er í Reyniskirkjugarði.
Heimild: Sjá hér
Mynd: Anton Stefánsson