Tjaldsvæðið Systragil er í landi Hróarsstaða, Fnjóskadal, Suður - Þingeyjarsýslu. Frá Akureyri eru 36 km í Systragil. Í Fnjóskadal vestan megin er beygt í suður, Illugastaðaafleggjara (vegnúmer 833) en hann liggur að Systragili sem er 5 km frá gatnamótum.
Tjaldsvæðið Systragil er mjög vel staðsett fyrir þá sem vilja kynnast Norðurlandi, njóta dvalar í góðu veðri og slappa af í rólegu umhverfi. Frá Systragili er stutt í flesta vinsælustu áningarstaði ferðamanna á svæðinu eins og Vaglaskóg ( göngufæri), Flateyjardal , Laufás, Fjörður, Goðafoss og Akureyri, 60 km í Mývatnssveit og 90 km til Húsavíkur, höfuðstaðs hvalaskoðunar.
Tjaldstæðin eru á tveimur stöllum en fastaleigusvæði á þriðja og jafnframt hæsta stallinum og einnig upp með læknum.
Rafmagn er á öllum stöllum, á neðsta stalli er tengt í útitengil við snyrtihús, á efri stöllum í kassa, leiktæki eru ofan við snyrtihús.
Stutt er í sund í Stórutjarnaskóla og á Illugastöðum, þá er stangveiði í Fnjóská. Lítil búð er í göngufæri í Vaglaskógi og stutt yfir í 9 holu golfvöll í Lundi. Merktar gönguleiðir eru bæði í Vaglaskógi og upp með Systragili, Þingmannaleið. Mikill gróður og lækurinn Systralækur.
Í hlíðunum fyrir ofan tjaldstæðið eru melar og skóglendi og þar má finna mikið af berjum og sveppum seinni part sumars.
Heimild: Sjá hér
Mynd: Systragil