Stífluvatn

Ósk
Séð

Norðurland

Sjá á korti

849 skoðað

Það er í Hofshreppi í Skagafjarðarsýslu. Hæð þess yfir sjávarmál var 97 m. Eftir að virkjun kom, hefur vatnsborðið hækka$ svo nokkru munar. Flatar­mál þess nú er 3.9 km. og mesta dýpi 23 m. Í það renna Tunguá, Fljótaá, Húnstaðaá, Húnstaðalækur, Stórilækur og fleiri. Útfallið er til norðurs um Fljótaá. Stífla, vegna virkjunar er neðan við vatnið. Hefur það valdið stór­felldum breytingum á stærð vatnsins og umhverfi þess.

Mikill og góður silungur er í Stífluvatni. Eingöngu vatnableikja, uppaln­ingur á heimaslóðum. Getur hann orðið allvænn allt að 6 pund. Helst stofninn í nokkuð góðu jafnvægi. Er þó talið að gjarnan mætti veiða meira en gert er.

Sumarfagurt er í Stíflunni, svo fáum stöðum er til að jafna. Þroskamikill gróðurinn, með þeim sterku litum, sem aðeins hið skamma sumar norðursins getur skapað, og miðnætursólin við hafsbrún. Sagt er að fólkið beri svipmót af því umhverfi, sem fóstrar það.

Heimild: Sjá hér
Mynd: Jón Ingi

 

LAU
23-10-2021
6°C - 6 m/sek
SSA 6
SUN
24-10-2021
4°C - 8 m/sek
ANA 8
MÁN
25-10-2021
1°C - 5 m/sek
NV 5
ÞRI
26-10-2021
2°C - 11 m/sek
A 11
MIÐ
27-10-2021
5°C - 13 m/sek
ANA 13
FIM
28-10-2021
4°C - 12 m/sek
ANA 12
FÖS
29-10-2021
4°C - 6 m/sek
ANA 6
Gögn eru sótt frá Vedur.is, veður stöðin heitir: Siglufjarðarvegur


Staðir nálægt mér

© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com

Vefsíðan notast við kökur