Hraunskirkja

Ósk
Séð

Vestfirðir

Sjá á korti

599 skoðað

Kirkjan í Hrauni stendur í Keldudal yst í sunnanverðum Dýrafirðinum. Hennar er fyrst getið í kirknatali Páls biskups Jónssonar og var hún þá helguð sælum Þorláki biskupi. Prestskyld var að Hrauni og tók prestur 4 merkur í kaup, en á síðari öldum var kirkjan annexía frá Söndum og frá Þingeyri síðan 1932.

Elsti varðveitti máldagi kirkjunnar er talinn gerður af Oddgeiri biskupi Þorsteinssyni um 1378. Kirkja var þó áður að Hrauni eða a.m.k. frá 12. öld. Í máldaganum átti kirkjan jörðina Saura sem var metin á 12 hundruð í jarðabók 1709. Aðrar jarðir eignaðist kirkjan ekki, en hún átti skógarítak í botni Dýrafjarðar og hálfan reka í Keflavík í Súgandafirði.

Núverandi kirkja sem reist var 1885 og bærinn standa enn. Þjóðminjasafn Íslands hefur látið gera upp kirkjuna og kirkjugarðinn í Hrauni. Talið er að 17. aldar hagleiksmaðurinn séra Hjalti Þorsteinsson í Vatnsfirði hafi smíðað predikunarstólinn í kirkjunni.

Heimild: Sjá hér
Mynd: Lilia Lima

FÖS
17-09-2021
7°C - 7 m/sek
VSV 7
LAU
18-09-2021
9°C - 2 m/sek
SA 2
SUN
19-09-2021
7°C - 7 m/sek
VNV 7
MÁN
20-09-2021
8°C - 7 m/sek
NNA 7
ÞRI
21-09-2021
4°C - 9 m/sek
NNA 9
MIÐ
22-09-2021
2°C - 1 m/sek
NA 1
FIM
23-09-2021
3°C - 2 m/sek
NNV 2
Gögn eru sótt frá Vedur.is, veður stöðin heitir: Flateyri


Staðir nálægt mér

© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com

Vefsíðan notast við kökur