Arnarfjörður

Ósk
Séð

Vestfirðir

Sjá á korti

1758 skoðað

Arnarfjörður er annar stærsti fjörðurinn á Vestfjörðum eftir Ísafjarðardjúpi og er rétt sunnan við miðju kjálkans. Hann er um 30 km langur inn í botn Dynjandisvogs, 5 til 10 km breiður og afmarkast hið ytra af Kópanesi að sunnan og Sléttanesi að norðan. Inn úr honum skerast nokkrir minni firðir og vogar.

Sæbrött hamrafjöll liggja að firðinum yst, einkum að norðan, og hvarvetna er undirlendi lítið. Tvö forn eldfjöll eru við Arnafjörð, Kópur yst á Kópanesi og Kaldbakur við miðja norðurströndina. Í kringum Kaldbak fær landslagið sérstakan svip. Þar eru dalir og skörð, nær engir klettar en annars staðar kambar og strýtur og þar er líparít ráðandi bergtegund. Annars er aðalbergtegundin blágrýti, á milli blágrýtishraunlaganna er víða surtarbrandur og steingerðar og kolaðar plöntuleifar. Engin eldgos hafa orðið á Vestfjörðum síðustu 10 miljón árin.

Norðan við Langanes sem skiptir Arnarfirði eru Dynjandisvogur og Borgarfjörður. Sunnan Langanes eru Suðurfirðirnir: Bíldudalsvogur, Fossfjörður, Reykjarfjörður, Trostansfjörður og Geirþjófsfjörður. Ketildalir heitir einu nafni röð af stuttum dölum sem ná eftir allri strandlengjunni á suðurströnd Arnarfjarðar, frá Kópsnesi inn að Bíldudalsvogi, og voru þeir flestir byggðir áður fyrr. Arnarfjörður er allur mjög djúpur nema sandrif gengur út frá Langanesi.

Í innfjörðum Arnarfjarðar er víða mikil veðursæld þar sem þeir eru umkringdir háum fjöllum og eru þeir víða vaxnir birkikjarri. Í botni Borgarfjarðar er Mjólkárvirkjun, sem nýtir vatnsföll ofan af Glámuhálendinu til rafmagnsframleiðslu. Í botni Dynjandisvogs er fossinn Dynjandi sem er mesti foss á Vestfjörðum.

Áður voru þrjú sveitarfélög í Arnarfirði: Auðkúluhreppur, Suðurfjarðahreppur og Ketildalahreppur. Síðarnefndu hrepparnir tveir sameinuðust árið 1987 undir nafninu Bíldudalshreppur og hafa verið hluti af sveitarfélaginu Vesturbyggð frá 1994 en Auðkúluhreppur sameinaðist Þingeyrarhreppi árið 1990 og hefur verið hluti af Ísafjarðarbæ frá 1996.

Bíldudalur er eina kauptúnið við Arnarfjörð. Það á sér langa og merka sögu, þar var meðal annars einn af verslunarstöðum einokunarverslunarinnar. Fljótlega eftir að verslun var gefin frjáls í lok 18. aldar eignaðist Ólafur Thorlacius verslunina og rak þaðan þilskipaútgerð og flutningaskip og seldi fisk beint til Spánar. Pétur J. Thorsteinsson rak einnig mikinn atvinnurekstur á Bíldudal milli 1880 og 1910 með útgerð og verslun.

Heimild: Sjá hér

Arnarfjörður
Föstudagur
12:00
-0.1°c
3.7 SE
Föstudagur
13:00
-0.2°c
4.5 SE
Föstudagur
14:00
-0.1°c
5.3 SE
Föstudagur
15:00
-0.1°c
4.9 SE
Föstudagur
16:00
-0.3°c
5.2 E
Föstudagur
17:00
0.2°c
6.3 SE
Föstudagur
18:00
0.5°c
6.8 SE
Föstudagur
19:00
1°c
7.3 SE
Föstudagur
20:00
1.5°c
7.5 SE
Föstudagur
21:00
1.9°c
6.9 SE
Föstudagur
22:00
2.8°c
7.0 SE
Föstudagur
23:00
3.6°c
6.2 SE
Laugardagur
0:00
3.9°c
5.4 SE
Laugardagur
1:00
4.3°c
5.1 SE
Laugardagur
2:00
4.5°c
5.2 S
Laugardagur
3:00
4.6°c
5.3 S
Laugardagur
4:00
4.6°c
5.1 S
Laugardagur
5:00
4.6°c
4.9 S
Laugardagur
6:00
4.7°c
4.8 S
Laugardagur
7:00
4.6°c
4.5 S
Laugardagur
8:00
4.6°c
4.5 S
Laugardagur
9:00
4.6°c
4.5 SE
Laugardagur
10:00
4.8°c
5.0 SE
Laugardagur
11:00
4.9°c
5.0 SE
Laugardagur
12:00
5.1°c
5.3 SE
Laugardagur
13:00
5.3°c
5.9 SE
Laugardagur
14:00
5.6°c
7.1 SE
Laugardagur
15:00
5.7°c
7.2 SE
Laugardagur
16:00
6°c
7.5 S
Laugardagur
17:00
5.9°c
7.5 S
Laugardagur
18:00
5.8°c
7.5 SE
Laugardagur
19:00
5.7°c
6.9 SE
Laugardagur
20:00
5.5°c
6.5 SE
Laugardagur
21:00
5.4°c
6.3 S
Laugardagur
22:00
5.1°c
6.0 S
Laugardagur
23:00
3.9°c
5.1 SW
Sunnudagur
0:00
3.2°c
6.2 SW
Sunnudagur
1:00
3°c
6.4 SW
Sunnudagur
2:00
2.6°c
7.6 SW
Sunnudagur
3:00
2°c
8.0 SW
Sunnudagur
4:00
2.3°c
6.8 SW
Sunnudagur
5:00
2.7°c
7.8 SW
Sunnudagur
6:00
2.5°c
7.2 SW
Sunnudagur
7:00
3°c
7.8 SW
Sunnudagur
8:00
3.5°c
7.9 SW
Sunnudagur
9:00
3.7°c
7.8 SW
Sunnudagur
10:00
4°c
7.7 SW
Sunnudagur
11:00
4.3°c
7.7 SW
Sunnudagur
12:00
4.4°c
7.6 SW
Sunnudagur
13:00
4.4°c
7.7 W
Sunnudagur
14:00
4.4°c
7.4 W
Sunnudagur
15:00
4.3°c
6.7 W
Sunnudagur
16:00
4.2°c
5.9 W
Sunnudagur
17:00
4°c
5.1 W
Sunnudagur
18:00
3.7°c
4.3 SW
Sunnudagur
19:00
3.3°c
3.6 SW
Sunnudagur
20:00
3.7°c
3.0 SW
Sunnudagur
21:00
3.6°c
2.4 SW
Sunnudagur
22:00
2.9°c
1.9 SW
Sunnudagur
23:00
2.2°c
1.7 SW
Mánudagur
0:00
1.3°c
1.8 SW
Mánudagur
6:00
-3.6°c
1.7 S
Mánudagur
12:00
2.8°c
1.2 S
Mánudagur
18:00
2.7°c
1.0 SE
Þriðjudagur
0:00
1.3°c
0.9 S
Þriðjudagur
6:00
1.8°c
0.8 S
Þriðjudagur
12:00
3.5°c
0.7 S
Þriðjudagur
18:00
4.7°c
0.5 S
Miðvikudagur
0:00
2.6°c
0.9 S
Miðvikudagur
6:00
2.8°c
1.0 SE
Miðvikudagur
12:00
4.4°c
1.3 SE
Miðvikudagur
18:00
4.4°c
0.5 SE
Fimmtudagur
0:00
1.6°c
0.6 S
Fimmtudagur
6:00
-1°c
0.9 S
Fimmtudagur
12:00
3.2°c
0.5 S
Fimmtudagur
18:00
5.3°c
0.8 E
Föstudagur
0:00
1.1°c
0.6 S
Föstudagur
6:00
-5.6°c
1.7 S
Föstudagur
12:00
0.5°c
1.0 S
Föstudagur
18:00
1.1°c
0.5 W
Laugardagur
0:00
-1.1°c
1.0 S
Laugardagur
6:00
-4.4°c
1.4 S
Laugardagur
12:00
2.7°c
0.7 S
Laugardagur
18:00
2.6°c
1.5 W
Sunnudagur
0:00
1.1°c
0.6 SW
Sunnudagur
6:00
-0.8°c
0.7 S


Staðir nálægt mér

© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com

Vefsíðan notast við kökur