Tálknafjörður er fjörður á vestanverðum Vestfjörðum og einn af Suðurfjörðum Vestfjarða. Við fjörðinn stendur samnefnt þorp þar sem 306 manns bjuggu þann 1. janúar 2011. Fjörðurinn er nefndur eftir Þorbirni "tálkna" úr Suðureyjum við Skotland, sem fyrstur manna nam þar land.