Laugarhóll

Vestfirðir

Sjá á korti

215 skoðað

Hótel Laugarhóll er fjölskyldurekið gistihús í Bjarnarfirði, gróðursælum dal á Ströndum, miðja vegu milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Boðið er upp á gistingu í eins, tveggja og þriggja manna herbergjum með eða án sér snyrtingar. Einnig er tekið á móti hópum, allt að 40 manns, í uppbúin rúm. Á Laugarhóli er heimilislegur veitingastaður, notaleg setustofa með ókeypis nettengingu, íþróttasalur, ylvolg sundlaug og heitur náttúrupottur. Skammt frá er tjaldsvæði með rennandi vatni og salernum. Utan háannatíma, október til apríl, hentar staðurinn einstaklega vel til funda-, námskeiða- og ráðstefnuhalds og ekki síður fyrir hugleiðslu-, jóga-, gönguskíða-, íþrótta- og leikhópa, og sem æfingabúðir fyrir björgunarsveitir eða kóra og aðra tónlistarmenn.
MIÐ
21-10-2020
3°C
SSV 3
FIM
22-10-2020
3°C
ANA 3
FÖS
23-10-2020
4°C
ANA 12
LAU
24-10-2020
4°C
NA 9
SUN
25-10-2020
3°C
NNA 5
MÁN
26-10-2020
5°C
NA 6
ÞRI
27-10-2020
4°C
NA 11
Gögn eru sótt frá Vedur.is, veður stöðin heitir: Hólmavík


Staðir nálægt mér

© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com