Við tökum á móti tjaldferðalöngum. Hjá okkur er pláss fyrir tjaldvagna, fellihýsi og önnur tjöld. Eldunar- og snyrtiaðstaða er í Aðstöðuhúsi. Á tjaldstæðinu er rafmagn.
Gönguleiðir
Í Dælislandi er ein merkt gönguleið, en hún liggur upp að litlum fossi með steinbrú yfir sem nefnist Steinbogi og tekur gangan 1 ½ - 2 klst. Ýmsir aðrir göngumöguleikar eru í nágrenninu eins og t.d. að Koluglúfrum (c.a. 5 km), og lengri ómerktar leiðir liggja t.d. upp á Víðidalsfjall og í gegnum Hvarfsgjá yfir í Vatnsdal.
Veitingasala – bar
Í Dæli er rekin veitingasala með bar fyrir gesti og gangandi, hópa jafnt sem einstaklinga. Okkar rómaða kaffihlaðborð með heimabökuðu íslensku bakkelsi nýtur líka sívaxandi vinsælda. Við gerum tilboð í hópa, bæði í mat og kaffi, svo hafið endilega samband og fáið frekari upplýsingar!
Heitur pottur og gufubað
Í litla baðhúsinu við tjaldstæðið hefur verið komið upp 6 manna heitum potti ásamt gufubaði. Þessa aðstöðu geta gestir okkar nýtt sér gegn vægu gjaldi.
Minigolf
Í Dæli eru skemmtilegar minigolfbrautir fyrir unga sem aldna. Kylfur eru leigðar út á staðnum.
Verðskrá:
Fullornir 950 kr.
7-14 ára 300 kr.
Rafmagn: 500 kr.
Heimild: Sjá hér
Mynd: Ferðaþjónustan Dæli