Hnit: 64.373669°N, -21.563894°V
Sorry english version does not exist, here is the icelandic.

Nýjustu fréttir segja að það sé búið að loka fyirr laugina. :( (Ekki staðfest)

Þessa laug er að finna inn í Hvalfirði og mjög gott aðgengi er að henni.  Eins og sést á kortinu er hægt að keyra nánast að henni, frá bílastæði tekur við um 50m löng ganga.  Hitinn í lauginni ræður maður sjálfur því það liggur slanga hliðina á henni sem maður lætur útí og þá dælist heitt vatn í hana.  Laugin er hlaðin og búið er að steypa á milli steinana, útbúnir stólar eru í henni og mjög þægilegt er að sitja í henni og njóta útsýnisins.

Til að komast í hana þarf að keyra ca 21 km inn hvalfjörðinn, beygt inn að Hvammsvík og þegar komið er að "gatnamótunum" með tveimur húsum hægra megin þá er keyrt á milli þeirra niður að fjöru og síðan beygt til vinstri og keyrt um 300m þá kemur hún í ljós og er gott bílastæði þar.

Nafn laugarinnar er ekki vitað en ef einhver veit það og veit einhverja sögu um þessa laug endilega sendið á mig skilaboð, antonstefans@gmail.com

Mynd: Anton Stefánsson


Staðsetning: Vesturland
Dýpt: 1m
Skoðuð: 15994 sinnum

Vegalengd frá Reykjavík: 52.3 km
Tengdir staðir


Nýjustu staðirnir

Norðfjarðarkirkja
Staðsetning: Austurland
Kirkjan er byggð upp úr Skorrastaðakirkju sem ...... Meira
Elliðaárdalur
Staðsetning: Suðvesturland
Elliðaárdalurinn er eitt stærsta græna sv&ae...... Meira