Eyjafjallajökull

Ósk
Séð

Austurland

Sjá á korti

995 skoðað

Eyjafjallajökull (ˈei:jaˌfjatlaˌjœ:kʏtl̥) er fimmti stærsti jökull Íslands. Undir jöklinum er eldkeila sem hefur gosið fjórum sinnum síðan land byggðist, fyrst árið 920, þá 1612, 1821 og 2010. Öll þessi gos hafa verið frekar lítil. Þegar gaus árið 1821 stóð gosið til ársins 1823. Gos hófst svo á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars 2010 austan við Eyjafjallajökul. Þann 14. apríl 2010 hófst gos undir jökulhettunni.

Eyjafjallajökull er einn af hæstu tindum Íslands, um 1.666 m hár. Úr jöklinum renna 2 skriðjöklar sem heita Steinsholtsjökull og Gígjökull en þeir skríða báðir til norðurs í átt að Þórsmörk. Hafa þeir á síðustu árum hörfað mikið og er Gígjökull nánast að hverfa.

Eyjafjallajökull og Mýrdalsjökull eru næst hvor öðrum á Fimmvörðuhálsi. Þar reka Ferðafélag Íslands og Útivist 2 gistiskála sem heita Baldvinsskáli og Fimmvörðuskáli. Eyjafjallajökull er mjög varasamur til ferðalaga vegna jökulsprungna en jökullinn er mjög brattur og sprunginn.

Heimild: Sjá hér

SUN
01-08-2021
13°C - 4 m/sek
V 4
MÁN
02-08-2021
11°C - 2 m/sek
VSV 2
ÞRI
03-08-2021
12°C - 4 m/sek
ASA 4
MIÐ
04-08-2021
11°C - 4 m/sek
SA 4
FIM
05-08-2021
11°C - 6 m/sek
ASA 6
FÖS
06-08-2021
13°C - 10 m/sek
ASA 10
LAU
07-08-2021
12°C - 7 m/sek
SA 7
Gögn eru sótt frá Vedur.is, veður stöðin heitir: Steinar


Staðir nálægt mér

© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com

Vefsíðan notast við kökur