Rauðfeldsgjá er djúp gjá sem skerst inn í austanvert Botnsfjall (406 m) vestan við Hnausahraun. Hægt er að ganga inn eftir gjánni, sem er þröng, dimm og djúp og klýfur Botnsfjall niður í rætur. Þegar komið er inn fyrir gættina, blasa á hvora hönd við lóðréttir móbergsveggir, er slúta fram á nokkrum stöðum og byrgja fyrir birtu niður að botni gjárinnar. Þar steypist niður lækurinn Sleggjubeina í háum fossi ofan í gjána.
Heimild: Sjá hér