Æðarsteinsviti var byggður árið 1922, en það ár voru margir vitar reistir á Austurlandi. Vitinn er byggður eftir teikningu verkfræðinganna Thorvalds Krabbe og Guðmundar J. Hlíðdal og eru Svalvogaviti og Karlsstaðatangaviti sömu gerðar.
Æðarsteinsviti er steinsteyptur, 5,5 m að hæð með norsku ljóshúsi. Í fyrstu var steinolíulampi í honum, gasbúnaður var settur árið 1928 og 1987 var hann rafvæddur. Vitinn var hvítur að lit með tveimur láréttum rauðum röndum lengi vel en var málaður gulur á sjöunda áratug 20. aldar.
Vitavörður er Stefán Aðalsteinsson.
Mynd: Anton Stefánsson