Hótel Djúpavík

Vestfirðir

Sjá á korti

1334 skoðað

Hótel Djúpavík er staðsett í stórbrotnu landslagi við botn Reykjarfjarðar á Ströndum. Djúpavík er u.þ.b. 75 km norðan við Hólmavík (sjá leiðarlýsingu hér).

Hótel DjúpavíkÁ efri hæð hótelsins eru 8 hlýleg tveggja manna herbergi með handlaugum. Á gangi eru snyrtingar með karla- og kvennasalernum og steypiböðum.

Við bjóðum upp á morgunverðarhlaðborð og kvöldmat í matsal sem er mjög sérstakur og fallegur. Kaffi, te, brauð og kökur eru á boðstólum yfir daginn, ásamt léttum veitingum í hádeginu.

Djúpavík er skjólgóð vík í Reykjarfirði á Ströndum, svæði sem er austasti hluti Vestfjarða.

Umhverfið er friðsælt og afskekkt, ósnert af nýjustu “framförum”, þar sem kyrrðin ræður ríkjum og náttúruöflin halda áfram að móta hrjúf fjöllin.

Hótel Djúpavík er í byggingu sem einu sinni hýsti konurnar sem unnu við síldarsöltun á síldarplaninu á Djúpavík.

Ef þú ert að leita að einfaldari gistingu fyrir litla hópa allt að 10 manns, er Álfasteinn sumarhúsið okkar frábær kostur.

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi verð, vinsamlegast hafið samband við okkur í
síma 451 4037 eða á netfangið djupavik@snerpa.is eða hér.

 

Vegalengd Frá Reykjavík


FÖS
03-07-2020
9°C
N 5
LAU
04-07-2020
9°C
NNA 6
SUN
05-07-2020
7°C
NNA 8
MÁN
06-07-2020
5°C
N 4
ÞRI
07-07-2020
8°C
NA 2
MIÐ
08-07-2020
7°C
NNV 4
FIM
09-07-2020
8°C
A 3
Gögn eru sótt frá Vedur.is, veður stöðin heitir: Gjögurflugvöllur


Staðir nálægt mér

© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com