Topp 10 hlutir til að gera á Djúpavogi

Ósk
Séð

Djúpivogur er þorp í Djúpavogshreppi sem stendur á Búlandsnesi, milli Berufjarðar og Hamarsfjarðar. Hinn formfagri Búlandstindur er þekktasta kennileitið í Djúpavogshreppi. Safna- og menningarhúsið Langabúð, byggt árið 1790, setur einnig mikinn svip á bæjarmynd Djúpavogs. Í Löngubúð er meðal annars safn Ríkarðs Jónssonar myndhöggvara. Djúpivogur hefur uppá virkilega margt að bjóða, hvort sem það sé veitingar, gisting eða náttúra. Góð náttúruleg höfn er á Djúpavogi. Verulegar hafnarframkvæmdir hófust ekki fyrr en 1947 er byggð var hafskipabryggja en áður voru þar nokkrar smábryggjur í eigu einstaklinga. All nokkur söfn eru á Djúpavogi sem vert er að skoða.

Eggin í Gleðivík

Það er vel þess virði að koma við í Gleðivík á Djúpavogi og skoða listaverkið: Eggin í Gleðivík.

Texti frá www.djupivogur.is

Eggin í Gleðivík eru útilistaverk eftir Sigurð Guðmundsson, einn fremsta listamann íslensku þjóðarinnar. Um er að ræða 34 eftirmyndir eggja jafn margra varpfugla í Djúpavogshreppi. Stærst er lómseggið, en lómurinn er einkennisfugl sveitarfélagsins.

Eggin standa á steyptum stöplum sem áður héldu uppi löndunarröri Bræðslunnar sem stendur innst í Gleðivík, meðan hún var starfrækt. Listaverkin endurspeglar tengingu Djúpavogshrepps við náttúruna og áhuga íbúa þess og gesta á því fjölbreytta fuglalífi sem þar fyrirfinnst.

Verkin voru vígð með formlegum hætti við Gleðivík 14. ágúst árið 2009 og eru nú orðin meðal helstu aðdráttarafla bæjarins.

Hálsaskógur

Hálsaskógur er staðsettur í um 2.km. fjarlægð frá Djúpavogi, beygt til hægri við afleggjarann út á Djúpavog. Í skóginum eru nokkrar gönguleiðir, listaverkum skreyttar eftir yngstu íbúa Djúpavogs, börnin á leikskólanum. Þar er einnig tilvalinn staður til þess að setjast niður og borða nesti í notalegu umhverfi.

Texti frá www.djupivogur.is

Langabúð

Langabúð er elsta hús á Djúpavogi. Hún mun í núverandi mynd hafa verið byggð um 1850. Það er ljóst, að á þessum stað hafa verið verslunarhús um langan aldur. Elsta virðingargjörð, sem fundist hefur, er frá 1758. Þar er tekið fram, að húsin séu orðin gömul. Plankabyggt hús var reist þarna um 1790. Það er nú suðurendi Löngubúðar. Pakkhús er byggt þarna 1852., sem er nú eystri hluti hússins. Langabúð í núverandi mynd er þannig tvö hús og port á milli þeirra. Norður úr þessu porti var byggt sláturhús árið 1926, hornrétt á hin húsin. Þetta sláturhús er í notkun fram um 1950 (var síðan rifið), þegar Kaupfélag Berufjarðar lætur byggja nýtt sláturhús niðri við Gleðivík. Í Löngubúð kunna enn að vera spýtur úr fyrstu húsum á staðnum. Á þessari öld hefur Langabúð lengst af verið notuð sem pakkhús. Þar hafa verið geymdari grófari vörur, sem hafa þurft talsvert pláss, s.s. byggingarvörur, fóðurvörur o.s.frv. Í Löngubúð er loft. Þar uppi er merkileg, gömul kista, stór og járnslegin. Þar mun hafa verið geymdur sykur, kaffi, rúsínur og fleira. (Ingimar Sveinsson)

Árið 1989, á 400 ára verslunarafmæli Djúpavogs, fékk Djúpavogshreppur húsið að gjöf og var síðar ráðist í viðamiklar endurbætur, sem lauk 1997.

Í Löngubúð er safn Ríkarðs Jónssonar myndhöggvara og myndskera. Þar er einnig minningarstofa um Eystein Jónsson stjórnmálamann frá Djúpavogi og konu hans Sólveigu Eyjólfsdóttur. Á lofti Löngubúðar hefur verið komið fyrir minjasafni.

Texti frá www.djupivogur.is

Búlandstindur

Búlandstindur gnæfir 1069m fyrir sjávarmáli og er virkilega tignarlegt GERÐ fjall sem príðir bæinn mjög fallega. Gönguleiðin uppá Búlandstind er meðal erfið og þarf að fá leiðsögn til að komast þar upp.

Sandarnir

Eitt vinsælasta útivistarsvæðið á Djúpavogi er í daglegu tali nefnt sandarnir, en það er svæðið í kringum vötnin, Fýluvog og Breiðavog, við flugvöllinn út á Búlandsnesi. Á þessu svæði er fuglalíf mjög fjölbreytt og svæðið eitt það besta til fuglaskoðunar á Djúpavogi. Við enda flugbrautarinnar er fallega strandlengja þar sem vinsælt er að ganga meðfram sjónum. Texti frá www.Djupivogur.is

Hans Jónatan

Minningarvarði Hans Jónatans. Hans Jónatan var hörundsdökkur þræll sem fæddist á St.Croix í karabíahafi árið 1733 og settist síðar að á Íslandi. Hans var áður þræll Heinrichs Ludvig Ernst Von Schimmelmann, landstjór á Saint Croix. Hans Jónatan settist að á Djúpavogi kringum 1773 og eignaðist hann 2 börn.

Steinasafn Auðuns

Safnið er sprottið af óbilandi áhuga eins bæjarbúa á steinum, en safnið verður að finna á heldur óvenjulegum stað. Safnið er til húsa á lofti vélsmiðju í bænum.

Auðunn Baldursson steinasafnari er forvígismaður safnsins og segist hafa eytt hundruðum klukkustunda í að skera steinana í sundur og slípa þá.

JFS Íslenskt handverk

Virkilega gaman að kíkja til Jóns í JFS handverk. Virkilega mikið af verkum að sjá eftir þennan mikla meistara, gríðarlegt magn af steinum eru hjá honum sem hann hefur týnt í gegnum árin.

Hoppubelgur

Hoppubelgurinn á Djúpavogi er staðsettur niður við fótboltavöll rétt hjá slökkviliðstöðinni.

Bóndavarða

Bóndavarða stendur uppá hæð í útjarði Djúpavogs með æðislegft útýsni bæði yfir Djúpavog og inn firðina og með Búlandsstind beint fyrir framan sig. Góð gönguleið er uppeftir ennig er hægt að keyra. Góð útsýnisskífa er þar uppi til að sjá kennileiti.Staðir nálægt mér

© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com

Vefsíðan notast við kökur