Langabúð og verslunarstjórahúsið eru elstu hús Djúpavogs. Þau eru reist á grunnum eldri húsa og þar sem þau standa hefur verslunarstaðurinn verið frá árinu 1589, þegar þýskir kaupmenn hófu verslunarrekstur á Djúpavogi. Langabúð er orðin ómissandi þáttur í menningarlífi Djúpavogs. Í Löngubúð er sýning um líf og starf Ríkarðs Jónssonar myndhöggvara og myndskera, minngarstofa um Eystein Jónsson, stjórnmálamann frá Djúpavogi og konu hans, Sólveigu Eyjólfsdóttur. Á Löngubúðarloftinu hefur nú verið komið fyrir minjasafni. Auk þess er kaffihús í suðurenda hússins með heimabökuðum kökum.
Langabúð er friðað hús og elsta húsið á Djúpavogi ásamt Verslunarstjórahúsinu og eru hvortveggja reist árið 1790. Bæði húsin standa á grunnum eldri húsa og eru staðsett þar sem verslunarstaður hefur verið frá árinu 1589, en þá hófu þýskir kaupmenn verslunarrekstur á Djúpavogi.
Fyrir tveimur áratugum leit út fyrir að dagar Löngubúðar væru taldir. Af breyttum atvinnuþáttum leiddi nauðsyn á nútímalegra atvinnuhúsnæði. Þá risu upp einstaklingar sem vildu að Langabúð yrði varðveitt. Nú hefur hún verið endurbætt og henni fengið nýtt hlutverk sem hæfir sögu hennar og mikilvægi fyrir staðinn. Langabúð er orðin ómissandi þáttur í menningarlífi Djúpavogs. Í norðurenda hússins er sýning um líf og starf Ríkarðs Jónssonar myndhöggvara og myndskera. Um miðbik hússins er minningarstofa um Eystein Jónsson stjórnmálamann frá Djúpavogi og konu hans; Sólveigu Eyjólfsdóttur. Kvennasmiðjan á Djúpavogi sér um rekstur Löngubúðar auk kaffistofu í suðurenda hússins. Á Löngubúðarloftinu hefur nú verið komið fyrir minjasafni.
Langabúð er til húsa að Búð 1
Rekstraraðili: Kálkur ehf.
Sími: 478-8220
Netfang: langabud@djupivogur.is
Heimasíða: www.rikardssafn.is
Mynd: www.djupivogur.is