Þegar ákveðið var að byggja eina kirkju fyrir bæði hverfin var hafist handa um undirbúning byggingarinnar. Skyldi kirkjan heita Fella- og Hólakirkja. Að lokinni samkeppni um teikningu kirkjunnar var samþykkt að kaupa tillögu arkitektanna Ingimundar Sveinssonar og Gylfa Guðjónssonar.
Fyrsta skóflustungan af Fella- og Hólakirkju var tekin á pálmasunnudag 1982. Formaður bygginganefndar var kosinn Jón Hannesson, byggingameistari. Haraldur Sumarliðason var ráðinn sem byggingameistari kirkjunnar.
Hún var byggð í áföngum og fyrst messað í safnaðarheimilinu. Kirkjan var vígð formlega á pálmasunnudag 1988.
Einkenni kirkjunnar er gluggabandið í kringum allt húsið og mikil jarðvegsfylling. Tilfinning fólks fyrir kirkjunni átti að vera sú, að hún væri vel jarðbundin en gluggabandið skæri efri hlutann frá jörðu og gerði hann ójarðbundnari. Í rökkri eða myrkri virðist efri hlutinn fljóta á jörðinni og benda til himins
Heimild: Sjá hér