Sundlaugin Versölum

Ósk
Séð

Suðvesturland

Sjá á korti

1351 skoðað

Sundlaugin í Versölum var formlega vígð á sumardaginn fyrsta, 21. apríl 2005 og íþróttahúsið í septembermánuði sama ár. Í sundlaugamannvirkinu er að finna 25x15m útisundlaug, 16,67x10m innlaug, tvo heita potta, nuddpott, og rennibraut (fljót), sem hefst í lítilli laug (hyl) og endar í straumlaug (fljót).

Aðalsundlaugin er 25x15m að stærð og dýptin er frá 100 til 160 sm. Í sundlauginni eru 6 keppnisbrautir afmarkaðar með brautalínum. Oftast eru fjórar þeirra uppi, ætlaðar fyrir skólasund, sundiðkun almennings og sundæfinga. Á almenningstímum eru tvær brautir ætlaðar til leikja og sundiðkunar.

Iðulaugin er ein af aðalsmerkjum Versala laugarinnar. Þar er að finna vatns og loftnuddsstúta fyrir kálfa, mjóbak/mjaðmir og bak/herðar. Í pottinum eru einnig þrír legubekkir með heilnuddi með upphituðu lofti.
Í einu horni laugarinar er að finna foss og mjóa bunu ætlaðar til herða- og baknudds. Þar er líka botnólga, sem nuddar yljar og þeitir vatninu upp á yfirborðið.
Rúmgott svæði er í lauginni fyrir þá sem vilja njóta þess að slaka á í heita vatninu og spjalla saman. Hitastig iðulaugarinnar er um 38°.

Við líkjum rennibrautinni okkar við fljót. Hún hefur þá sérsstöðu að við efri enda hennar er lítil laug/hylir sem er 34° heitur. Úr hylnum rennur fljótið niður brautina og endar í straumfljóti, sem rennur í kringum eyju sem er í lendingarlauginni. Þannig berst notandinn aftur að tröppum sem lyggja upp úr fljótinu. 
Brautin er breiðari en flestar sambærilegar brautir. Hún hentar vel yngir aldursflokkum, hvað hraða snertir.

 

Opnungartími
Virka daga kl. 06:30 - 22:00

Helgar        kl. 08:00 - 18:00

 

Fullorðnir á aldrinum 18-66 ára Verð   skipti
Stakt gjald 550 550
Börn 6-17 ára  Verð  skipti
Stakt gjald  150 150

Heimild: Sjá hér
Mynd: Sundlaugin VersölumStaðir nálægt mér

© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com

Vefsíðan notast við kökur