Laugardælakirkja

Ósk
Séð

Suðurland

Sjá á korti

552 skoðað

Laugardælakirkja er kirkja að Laugardælum í Hraungerðishreppi (nú Flóahreppi). Hún var vígð 1965. Kirkjan er steinsteypt og alls 300 fermetrar að flatarmáli. Í henni er pípuorgel og kirkjubekkirnir rúma 70 manns í sæti.

Bjarni Pálsson, byggingarfulltrúi á Selfossi,teiknaði kirkjuna, en hann teiknaði einnig Selfosskirkju. Sigfús Kristinsson byggingameistari sá um smíði kirkjunnar.

Kaþólskar kirkjur að Laugardælum voru helgaðar Guði, Maríu mey og heilagri Agötu. Kirkjan tilheyrir Hraungerðisprestakalli.

Kirkjan komst í fréttirnar í janúar 2008, þegar Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, var jarðsettur þar í kyrrþey.

Heimild: Sjá hér
Mynd: A.More.S

 

SUN
20-06-2021
9°C - 7 m/sek
NV 7
MÁN
21-06-2021
8°C - 8 m/sek
S 8
ÞRI
22-06-2021
9°C - 5 m/sek
VNV 5
MIÐ
23-06-2021
13°C - 3 m/sek
NNA 3
FIM
24-06-2021
13°C - 2 m/sek
SV 2
FÖS
25-06-2021
10°C - 4 m/sek
S 4
LAU
26-06-2021
11°C - 6 m/sek
SSV 6
Gögn eru sótt frá Vedur.is, veður stöðin heitir: Ingólfsfjall


Staðir nálægt mér

© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com

Vefsíðan notast við kökur