Seljalandsfoss

Ósk
Séð

Suðurland

Sjá á korti

2113 skoðað

Seljalandsfoss er fremsti foss í Seljalandsá sem á upptök sín í Hamragarða- og Seljalandsheiði. Þar rennur áin í Tröllagili sem fær nafn sitt af tröllkonunni sem bjó í Dimmakrók fyrir ofan Ásólfsskála en flutti sig yfir í Tröllagil þegar fyrst var hringt kirkjuklukkum á Ásólfsskála en um það má lesa nánar hér á eftir.
Áin fellur svo fram úr Tröllagili niður á Tröllagilsmýri sem er einstaklega fallegt svæði uppi í heiðinni, vel gróið dalverpi. Fyrir framan Tröllagilsmýri fellur áin í nokkrum fossum sem vert er að skoða og svo síðast fellur hún fram af hamrabrúninni fyrir sunnan Hamragarða. Fossinn er 62 metra hár. Meginhluti vatnsins fellur í einni bunu og má segja að hann spýtist fram af brúninni. Vestan við hann seytlar vatnið í mun smærri bunum. Umhverfi Seljalandsfoss er með ólíkindum fallegt í skjóli fjallanna með grónum brekkum og svo hamrabelti upp á brún. Fossinn sést langt að þegar ekið er austur Markarfljótsaura, fyrst sem mjótt ljóst strik á dökkum hamraveggnum en síðan sem formfagur foss.

Seljalandsfoss býður upp á það að hægt er að ganga bak við hann eða í kring um hann og virða hann fyrir sér fá öllum sjónarhornum en það gefur honum enn meiri fjölbreytileika. Það að standa bak við hann og heyra hann lemja vatnið í hylnum er magnað. Þegar þannig viðrar að úðinn frá fossinum stendur upp með klettunum fær maður líka góða sturtu þegar farið er bak við fossinn en þegar þangað er komið er allt þurrt.

Texti fenginn frá: www.eyjafjoll.isStaðir nálægt mér

© Anton Stefánsson | antonstefans@gmail.com

Vefsíðan notast við kökur