Öræfajökull er eldkeila á Suðausturlandi (Skaftafellssýslu).[1] Yfir fjallinu er jökulhetta þ.e. Öræfajökullinn sjálfur, sem er jafnframt syðsti hluti Vatnajökuls. Hann fyllir stóra öskju efst á fjallinu. Margir skriðjöklar skríða út frá jökulhettunni niður fjallshlíðarnar og um dali við fjallsræturnar. Meðal þeirra eru Svínafellsjökull, Virkisjökull, Kotátjökull, Kvíárjökull og Hrútárjökull. Á norðausturhlið fjallsins er Hvannadalshnúkur, hæsti tindur Íslands, 2.110 m. Öræfajökull er að hluta innan þjóðgarðsins íSkaftafelli sem markast af Öræfajökli í austri og Skaftafellsjökli í vestri.
Öræfajökull er megineldstöð og hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma; fyrst 1362 þegar Litlahérað var lagt í eyði, og síðan minna gosi 1727. Mikið tjón varð í báðum gosunum og þeim fylgdi öskufall og jökulhlaup.
Heimild: Sjá hér
Mynd: Sveinn Ingi