Fossinn Skínandi er að finna í ánni Svartá. Svartáin liggur undan Öskjuvatni og frem meðfram Vaðöldunni.
Samkæmt fréttum af eldgosinu þá er fossinn í töluverði hættu ef það nær í ánna.
Frétt af mbl:
Haldi hraunrennslið úr Holuhrauni áfram eins og hingað til mun það fyrst breiðast út á eyrarnar en fylgja síðan farvegi Jökulsár á Fjöllum um þrengingar sem byrja rúmum tveimur kílómetrum innan við ármót Svartár.
Þegar hraunið kemst niður fyrir Svartá mun það stífla hana og fossinn Skínandi að öllum líkindum hverfa eða láta mjög á sjá. Þetta kemur fram í jarðfræðikortlagningu ÍSOR á gosstöðvunum. Þar segir að óvissa sé um hversu mikið hraunið verði en líklegt verði að teljast að það komist að þrengingunum ofan ármótanna við Svartá. Það muni valda skammæju lóni á eyrum Jökulsár sem muni fyllast af framburði ef ekki strax í vetur þá næsta sumar.
Mynd: Kristinn R. Kristinsson